Krossbandssjúkraþjálfun

Ég var látinn hefja mótstöðuæfingar á aftanvert lærið aðeins 8 dögum eftir að sinar tveggja vöðva í aftanverðu lærinu voru fjarlægðar að fullu.

Í sjúkraþjálfun er grundvallarregla að ekki megi ofreyna gróandi vef. Ég hef fundið margvísleg gögn í læknisfræðinni og í leiðbeiningum spítala til sjúklinga þar sem varað er sérstaklega við mótstöðuæfingum á fyrstu 6-12 vikum eftir sinatöku.

Mest af þessum gögnum hafa reyndar verið lögð fram af "óháðum umsagnaraðilum" fyrir landlækni, en umsagnaraðilarnir hafa litið fram hjá efni þeirra, fyrir utan Jón Karlsson sem skrifaði á sænsku til landlæknis "Jag har läst de anmärkningar som är aktuella från patienten. Jag kan mycket väl forstå patientens funderingar. Jag har självfallet inget emot att en erfaren sjukgymnast gör bedömning av rehabiliteringen ovanpå den bedömning som jag har gjort." Á íslensku: "Ég hef lesið athugasemdir sjúklingsins. Ég get mjög vel skilið áhyggjur sjúklingsins. Ég hef ekkert á móti því að reyndur sjúkraþjálfari verði fenginn til að gera mat á endurhæfingunni ofan á það mat sem ég hef gert".

Í bókinni ACL Made Simple kemur fram á bls. 139, "For the hamstring graft, there should be no active resisted flexion exercises for six weeks. This allows the muscle harvest site to heal". Á í slensku: "Fyrir sinargraft frá aftanverðu læri má ekki beita mótstöðu í æfingum þar sem hnéð beygist, í sex vikur. Þetta leyfir sinunum að gróa."

Í bókinni Postsurgical Orthopedic Sports Rehabilitation - Knee and Shoulder kemur fram á bls. 199, "resistance exercises for the hamstrings are delayed for up to 6 weeks after harvest".

Í bókinni Current Concepts in ACL Reconstruction kemur fram á bls. 382, "For those patients who underwent hamstring tendon autograft or meniscal repair isometric and isotonic open knee flexion exercises should be deferred for 6 weeks". Á íslensku: "Sjúklinga sem hlutu sinatöku úr aftanverðu læri eða ... , ísómetrískar og ísótónískar æfingar ættu ekki að byrja fyrr en 6 vikum eftir aðgerð". Hér er varað við öllum æfingum á aftanvert lærið þar sem hnéð beygist og fóturinn hefur ekki festu.

Í tölvupósti frá stjörnuskurðlækninum Sakari Orava skrifar hann "Usually posterior thigh cannot be trained actively hard for two months after surgery. If the postoperatiove protocol is followed well, no problems accur. This tear is not coming from surgery itself". Á íslensku "Venjulega má ekki þjálfa aftanvert lærið í 2 mánuði eftir aðgerð. Ef að endurhæfingaráætluninni er fylgt þá koma ekki upp vandamál. Þetta slit kemur ekki frá aðgerðinni sjálfri". Hér er varað við öllum æfingum á aftanvert lærið í 2 mánuði eftir aðgerð.

Ég hef árum saman ítrekað þessar athugasemdir við landlækni, en þær hafa alltaf verið hunsaðar fullkomlega fyrir utan tilvitnun í Jón Karlsson að ofan. En landlæknisembættið hefur ekkert brugðist við athugasemdum Jóns. Ef meðferðin er gagnrýnd harðlega af umsagnaraðilum þá hunsar landlæknisembættið umsagnaraðilann þó embættið hafi kallað til umsagnaraðilann.